Ný stjórn sveitarstjórnarráðs

Nýtt sveitarstjórnarráð 2024-2026. Formaður Axel Sigurðsson. Stjórn Lovísa Jónsdóttir, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Jón Ingi Hákonarson. Á myndina vantar Karolínu Helgu Símonardóttur.

Axel Sigurðsson var í gær kjörinn nýr formaður Sveitarstjórnarráðs Viðreisnar á aðalfundi ráðsins. Með honum í stjórn voru kjörin Jón Ingi Hákonarson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Karólína Helga Símonardóttir og Lovísa Jónsdóttir.

Axel lagði áherslu á að efla þyrfti samtalið innan sveitarstjórnarráðs, efla rödd sveitarstjórna innan Viðreisnar og koma upp reglubundnum stjórnmálaskólum fyrir fólk sem hefur áhuga á sveitarstjórnarmálum.

Að loknum kosningum fóru fram líflegar umræður um störf sveitarstjórna og þær áskoranir sem sveitarstjórnir um land allt standa frammi fyrir. Rætt var um menntamál, leikskólamál, frístundamál, málefni fatlaðra, samgöngumál, nýgerðan kjarasamning og landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem fram fer í dag.

Sveitarstjórnarráð er samstarfsvettvangur fulltrúa Viðreisnar í sveitastjórnum og er Viðreisn til ráðuneytis um sveitarstjórnarmál. Sveitarstjórnarráð fjallar um sameiginlega stefnumótun í málefnum sveitarfélaga í samræmi við stefnu Viðreisnar. Sveitarstjórnarráð er skipað öllum aðal- og varafulltrúum í sveitarstjórnum auk þeirra sem eiga sæti í nefndum sveitastjórna sem eru flokksbundnir í Viðreisn, framkvæmdastjóri flokksins, og starfsmaður Sveitarstjórnarráðs. Sveitarstjórnarráð kýs sér stjórn á 2ja ára fresti, mótar starfsreglur og skipuleggur störf sín.