Sjö framboð í efstu þrjú sætin í prófkjöri Viðreisnar í Kópavogi

Kjörstjórn Viðreisnar í Kópavogi hefur staðfest sjö framboð vegna prófkjörs félagsins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar en framboðsfrestur rann út kl. 12.00 í dag. Prófkjörið er bindandi um efstu þrjú sæti listans.

Eftirtalin framboð hafa borist:

Í framboði til 1. sætis:

Birgir Örn Guðjónsson, deildarstjóri hjá Barna- og fjölskyldustofu

María Ellen Steingrímsdóttir, lögfræðingur

Pétur Björgvin Sveinsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar

Í framboði til 2. sætis:

Jóhanna Pálsdóttir, íslenskukennari

Í framboði til 2-3. sætis: 

Arnar Grétarsson, viðskiptafræðingur

Ester Halldórsdóttir, verkefnastjóri og varaþingmaður

Í framboði til 3.sætis:

Ísak Leon Júlíusson, laganemi

Frekari upplýsingar um frambjóðendur má finna hér.

Prófkjörið verður rafrænt og fer fram á kjosa.net/vidreisn milli kl 00:01 og 19:00 laugardaginn 7. febrúar. Rétt til atkvæðagreiðslu hafa allir skráðir félagar í Viðreisn, 16 ára og eldri, sem eiga lögheimili í Kópavogi. Til þess að öðlast kosningarétt þarf skráning í flokkinn að hafa farið fram eigi síðar en tveimur dögum áður en prófkjörið hefst.

Veitt verður aðstoð á skrifstofu Viðreisnar, Suðurlandsbraut 22, frá kl. 10:00 til 17:00. Ef tæknileg vandamál koma upp má senda tölvupóst á kopavogur@vidreisn.is.

Kjörstjórn boðar til kynningarfundar með frambjóðendum fimmtudaginn 5. febrúar klukkan 19:30 að Suðurlandsbraut 22.

Fyrir hönd kjörstjórnar Viðreisnar í Kópavogi,

Sólveig Rán Stefánsdóttir, formaður kjörstjórnar