Takk fyrir þolinmæðina

Það eru mjög margir að skrá sig í Viðreisn á vidreisn.is/vertu-med þessa dagana sem veldur álagi á kerfið. Við þökkum fyrir þolinmæði þeirra sem þurfa að gera fleiri en eina tilraun til þess að skrá sig inn. Ef það gengur illa að skrá sig inn í síma, þá mælum við með að reyna í tölvu. Ef þú hefur ekki aðgang að tölvu, þá mælum við með að bíða í smá stund og reyna svo aftur.

Mörg þeirra sem eru að skrá sig inn þessa dagana vilja taka þátt í prófkjöri Viðreisnar. Til að vera á kjörskrá þarf að skrá sig inn tveimur sólarhringum áður en kosning hefst. Það þýðir að þau sem vilja kjósa i prófkjörinu í Reykjavík þurfa að skrá sig inn fyrir miðnætti 28. janúar (aðfararnótt fimmtudagsins 29. janúar). Þau sem vilja kjósa í prófkjörinu í Kópavogi þurfa að skrá sig inn fyrir miðnætti 4. janúar (aðfarnótt fimmtudagsins 5. febrúar).

Prófkjörið sjálft verður rafrænt á kjosa.net/vidreisn, þar sem kjósendur þurfa að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Prófkjörið í Reykjavík hefst kl. 00.01 þann 31. janúar og stendur til kl. 18.00. Prófkjörið í Kópavogi hefst kl. 00.01 þann 7. febrúar og stendur til kl. 19.00.

Ef þú hefur gert tilraun til að skrá þig í Viðreisn en ert ekki viss um hvort skráningin hafi gengið í gegn, þá getur þú sent póst á vidreisn@vidreisn.is, úr sama netfangi og þú skráðir þig í Viðreisn með, gefið upp nafn og kennitölu og við munum leiðbeina þér áfram. Ef þú hefur fengið staðfestingarpóst frá Viðreisn, þá þarftu ekki að hafa áhyggjur, þá gekk skráningin örugglega í gegn.