06 jan Viðreisn býður fram á Akureyri
Viðreisn mun í vor bjóða fram lista fyrir sveitarstjórnarkosningar á Akureyri. Það er í fyrsta sinn sem flokkurinn býður fram í sveitarfélaginu. Framboðið markar tímamót hjá flokknum og er liður í því að efla starf Viðreisnar á landsbyggðinni. Ákveðið hefur verið að fara í uppstillingu.
„Við erum gríðarlega spennt fyrir komandi mánuðum og teljum Viðreisn eiga fullt erindi inn í sveitarstjórnarkosningar. ” segir Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, formaður Viðreisnar á Akureyri. „Akureyrarbær, brátt svæðisborgin Akureyri er sveitarfélag sem er í góðum vexti, er vel rekið og íbúar leggja daglega hönd á plóg við að viðhalda góðu samfélagi. Við í Viðreisn höfum síðustu mánuði fundið fyrir miklum meðbyr með framboði og stefnum að því að stilla upp fjölbreyttum lista mannaðann af einstaklingum með ólíka reynslu, sem eru tilbúnir til þess að starfa fyrir sveitarfélagið af hjarta og sál með jákvæðu og lausnamiðuðu hugarfari. ”
Hún bætir við að kjarninn í stefnu Viðreisnar á Akureyri verði fagmennska, gagnsæi og framsýni: „Við viljum efla nýsköpun í bænum enn frekar, nýta mannauð bæjarins vel, auka aðgengi íbúa að upplýsingum og tryggja að ákvarðanir séu teknar á málefnalegum forsendum. Akureyri á allt undir að framtíðarsýnin sé skýr og samtalið sé alltaf í gangi.
Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband með tölvupósti á netfangið akureyri@vidreisn.is