Eru kosningar tilgangslausar?

Í dag heyr­ast margar raddir þess efn­is, sér­stak­lega hjá ungu fólki, að það sé til einskis að kjósa og því ætli þau sér að sitja hjá í kom­andi Alþing­is­kosn­ing­um. Kosn­inga­þreyta er skilj­an­leg í þjóð­fé­lagi þar sem gengið er til kosn­inga í þriðja skiptið á fjórum árum. Hins vegar má ekki gleyma því að kosn­inga­rétt­ur­inn er eitt það dýr­mætasta sem við eig­um.

Ég er nýkomin heim frá Barcelona þar sem Kata­lón­íu­menn berj­ast fyrir því að mega kjósa um sjálf­stæði frá Spáni. Rík­is­stjórnin á Spáni hefur gengið langt í að koma í veg fyrir að kosn­ing­arnar muni eiga sér stað. Á annan tug kata­lónskra emb­ætt­is­manna hafa verið hand­tekn­ir, kjör­seðlar og önnur kjör­gögn gerð upp­tæk og mót­mæli bönn­uð. Auk þess hafa yfir­völd í Madrid tekið yfir stjórn hér­aðs­lög­regl­unnar í Kata­lóníu (c. mossos d’esqu­adra), en slíkt hefur ekki gerst síðan á tímum ein­ræð­is­herr­ans Franco. Þjóð­ar­lög­reglan hefur verið send á stað­inn í þeim til­gangi að koma í veg fyrir kosn­ing­ar, kjós­endum er hótað hand­töku ef þeir taka þátt og for­seta hér­aðs­ins, sem og rík­is­lög­reglu­stjóra o.fl. hand­höfum yfir­valds hefur verið hótað sak­sókn ef þeir koma ekki í veg fyrir kosn­ing­arn­ar. Samt ætlar fólk að mæta. Samt ætlar fólk að kjósa. Kata­lónskur vinur minn sagði að hann ætl­aði að mæta jafn­vel þó hann ætl­aði að kjósa nei, því honum fannst mik­il­vægt að sýna afstöðu til þess hve mik­il­vægur kosn­inga­rétt­ur­inn væri. 

Spánn er vest­rænt Evr­ópu­ríki og er aðili að ESB. Þetta þýðir að kosn­inga­réttur er ekki sjálf­sagð­ur, ekki einu sinni hérna í hinum vest­ræna, frjálsa heimi. Það að fólki finn­ist hann lít­ils virði dregur úr þeirri kjöl­festu sem kosn­inga­réttur ætti að vera í hverju sam­fé­lagi og eykur líkur á ger­ræð­is­legum ákvörð­unum yfir­valda ef fólkið lætur sig ekki málin varða. 

Barcelona er ein­ungis nær­tækt dæmi, víða í heim­inum mega ein­stak­lingar ekki kjósa, ef þú ert kona máttu ekki kjósa, ef þú til­heyrir til­teknum þjóð­fé­lags­hóp máttu ekki kjósa og sums staðar er ein­fald­lega ekki í boði að kjósa yfir höf­uð. 

Brexit er svo dæmi um hvað ger­ist ef ungt fólk lætur málin sig ekki varða. Met­lág þátt­taka ungs fólks var í þeim kosn­ing­um, en 70% af ungu fólki sem mætti kusu á móti. Það má spyrja að leikslokum ef fleira ungt fólk hefði mætt og kos­ið.

Kosn­inga­réttur er grund­vall­ar­réttur í lýð­ræð­is­ríki og það er mik­il­vægt að fólk láti raddir sínar heyr­ast með þessum hætti. Þó þér lít­ist ekki á neinn flokk get­urðu allt eins valið skásta kost­inn, nú eða engan og skilað þar með auðu. Aðal­at­riðið að fólk nýti sér þennan grund­vall­ar­rétt og láti í sér heyra. Þetta er helsta vald fólks­ins gagn­vart þing­inu, ÞÚ hefur val um hver situr á þingi. 

Ef Kata­lónar ætla að mæta til að kjósa þótt þeir eigi það á hættu að vera hand­tekn­ir, jafn­vel þó þeir ætli að kjósa nei eða skila auðu, þá geta Íslend­ingar vel fjöl­mennt á næsta kjör­stað og kosið með sinni sann­fær­ingu. Ann­ars breyt­ist ekk­ert.

#ÉgKý­s2017

Höf­undur er alþjóða­full­trúi Ung­liða­hreyf­ingar Við­reisnar og full­trúi Lands­sam­bands Ung­menna­fé­laga í Inn­flytj­enda- og mann­réttinda­ráði Evr­ópu Unga Fólks­ins (YFJ). Grein birtist fyrst á Kjarnanum 30. september 2017.