ReisVið er hinsegin félag Viðreisnar, stofnað í karíókíherbergi Rokksafns Íslands í Reykjanesbæ þegar landsþing Viðreisnar var haldið þar 2018. Allir félagsmenn Viðreisnar og áhugasamt hinsegin fólk um stjórnmál eru velkomnir á félagsfundi ReisVið. Reynt er að halda alla fundi á nýjum stað hverju sinni og við leggjum okkur fram við að snúa dagskránni á hvolf. Á meðan félagið er vakandi yfir réttindum hinsegin fólks hérlendis og erlendis telja félagsmenn það ekki eftir sér að tryggja að innan Viðreisnar sé gleðistuðullinn af ákveðnum gæðum.

 

Stjórn ReisVið er skipuð

  • Guðlaugi Kristmundssyni formanni,
  • Maríu Rut Kristinsdóttur
  • Kjartani Þór Ingasyni.

 

Í Facebook hóp félagsins er hægt að fylgjast með næstu fundum og uppákomum félagsins, sjá https://www.facebook.com/groups/142115409948842/