28 jan Málefnavinna Viðreisnar
Málefnastarf Viðreisnar í undirbúningi fyrir landsþing er farið af stað með krafti og heldur nú ótrautt áfram. Á fundinum á þriðjudag verða málefnaáætlanir flokksins lesnar áfram með það fyrir augum að skerpa á helstu áherslumálum.
Það verður heitt á könnunni og súkkulaði á kantinum.
Fundurinn er samstarf málefnanefnda Viðreisnar og er opinn öllu áhugasömu Viðreisnarfólki.
Þau sem hafa áhuga á því að taka þátt í gegnum fjarfund geta sent póst á birna@vidreisn.is fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 28. janúar.