25 jan Leikjalandið Ísland
Viðreisn mun ræða umhverfi leikjafyrirtækja og nýsköpun á Íslandi á opnum fundi á laugardaginn.
Nýverið kom út fyrsta heildarúttekt á íslenska leikjaiðnaðinum, unnin af Northstack fyrir Samtök leikjaframleiðenda og Íslandsstofu.
Kristinn Árni L. Hróbjartsson, stofnandi Northstack, og Vignir Örn Guðmundsson, formaður samtaka leikjaframleiðenda, munu kynna helstu niðurstöður skýrslunnar og svara spurningum fundarmanna.
Í kjölfarið mun Kristinn kynna helstu niðurstöður úr nýútkominni yfirgripsmikilli könnun á umhverfi nýsköpunar á Íslandi, sem unnin var af Northstack, Tækniþróunarsjóði og Gallup.
Fundarstjóri verður Emilía Björt Írisardóttir, varaforseti Uppreisnar.
Heitt á könnunni í Ármúla og þráðbeint streymi á Facebook.
Vakin er athygli á bókamarkaði Uppreisnar, sem haldinn verður í Ármúlanum í beinu framhaldi af fundinum. Það er því eftir miklu að slægjast hjá Viðreisn á laugardaginn!