Aðalfundur Viðreisnar í Kópavogi

When

12/04    
20:00

Event Type

Aðalfundur félags Viðreisnar í Kópavogi

Stjórn félags Viðreisnar í Kópavogi boðar til aðalfundar mánudaginn 12. apríl nk. kl 20:00.

Vegna sóttvarnarráðstafana verður fundurinn haldinn í fjarfundi á Zoom.

Dagskrá aðalfundar samkvæmt samþykktum, skal vera sem hér segir:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar lagðir fram, staðfestir af skoðunarmönnum
3. Umræður og afgreiðsla ályktana
4. Kosning formanns
5. Kosning fjögurra stjórnarmanna
6. Kosning tveggja manna varastjórnar
7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
8. Kosning fulltrúa í landshlutaráð. (Kosinn skal einn fulltrúi fyrir hverja tuttugu félagsmenn og gildir umboð þeirra til næsta aðalfundar félagsins)
9. Önnur mál.

Tillaga stjórna fyrir aðalfundinn:
Stjórnir BF Viðreisnar og Viðreisnarfélags Kópavogs leggja til við aðalfundi félaganna að þau verði sameinuð undir nafni og kennitölu Viðreisnarfélags Kópavogs frá og með aðalfundum félagana árið 2022.

Aðalfundur er opinn öllum skráðum félögum og skal einnig boðaður með netpósti til allra skráðra félaga með minnst tveggja vikna fyrirvara (14 daga). Þá skal tilgreina dagskrá fundarins í fundarboðinu.

Framboð til stjórnar og formanns Félags Viðreisnar í Kópavogi verða að hafa borist minnst 7 dögum fyrir aðalfund eða fyrir þann 5. apríl n.k. með netpósti á netfangið fridrik@bbb.is

Allir félagsmenn eru hjartanlega velkomnir, vinsamlegast tilkynnið mætingu á fundinn með tölvupósti á: fridrik@bbb.is

Gætt verður að sóttvörnum í samræmi við kröfur yfirvalda.
f.h stjórn félags Viðreisnar í Kópavogi
Friðrik Sigurðsson, formaður