Þú getur alltaf fundið þína leið til að taka þátt í starfi Viðreisnar
Í Viðreisn er breiður hópur fólks virkur sem vinnur saman að bættri framtíð og frjálslyndara Íslandi. Vilt þú ekki vera með?
Í Viðreisn er breiður hópur fólks virkur sem vinnur saman að bættri framtíð og frjálslyndara Íslandi. Vilt þú ekki vera með?
Allir geta verið með og skráð sig í Viðreisn. Það gerir þú hér með rafrænum skilríkjum.
Eina skilyrðið er að styðja grunnstefnu flokksins og vera ekki félagi í öðrum stjórnmálaflokkum. Félagar í Viðreisn fá reglulega fréttir af starfi flokksins, er boðið á málefnafundi og geta tekið þátt í innra starfi. Í því felst meðal annars að sitja málefnafundi, vera fulltrúi í svæðisfélögum og öðrum undirfélögum flokksins og að geta boðið sig fram fyrir hönd Viðreisnar. Einungis félagar í Viðreisn eiga atkvæðisrétt um málefni flokksins og geta tekið þátt í móta stefnuna.
Ekki er gerð krafa um að félagsgjöld séu greidd. En félagsmenn eru hvattir til að styrkja flokkinn hér. Margt smátt gerir eitt stórt.
Ef þú vilt ekki lengur vera með okkur, þá getur þú skráð þig úr Viðreisn hér.
Þú getur haft áhrif á stefnu Viðreisnar með því að vera skráður félagi og taka þátt í málefnavinnu í undirbúningi landsþings, sem setur stefnu Viðreisnar.
Skráðir félagar í Viðreisn eru sjálfkrafa skráðir í undirfélög í þeirra heimabyggð. Bæði eru þar félög í sveitarfélögum og landshlutaráð í hverju kjördæmi. Ef þú vilt taka þátt í sveitarstjórnarmálum í þinni heimabyggð er best að vera í sambandi við félagið sem þar starfar.
Einnig geta skráðir félagar í Viðreisn tekið þátt í líflegu stjórnmálaspjalli í lokuðum hóp Viðreisnarfélaga á Facebook.

Viðreisn berst fyrir frjálslyndi og jafnrétti, réttlátu samfélagi, efnahagslegu jafnvægi og alþjóðlegri samvinnu. Hver króna skiptir máli til að tryggja að rödd Viðreisnar heyrist og áherslur flokksins hljóti brautargengi.
Þinn stuðningur er ómetanlegur. Hægt er að styrkja með stakri greiðslu eða mánaðarlegum framlögum með upphæð að eigin vali.
Þú getur stutt málstað Viðreisnar með því að fylgja okkur á samfélagsmiðlum, deila efni eða búa til efni og tagga Viðreisn óspart. Með því að vera skapandi í netheimum sýnum við breidd okkar og kraft. Það er aldrei að vita nema við endurpóstum því sem þú hefur að segja.
