03 okt Umhverfis- og auðlindanefnd: Vindorka
Næsti fundur Umhverfis og auðlindanefndar Viðreisnar er kl 17:00 þann 3. október í Ármúla. Fundir málefnanefnda eru opnir öllum félagsmönnum í Viðreisn.
Á fundinum verður farið sérstaklega í málefni vindorku. Við fáum kynningu frá sérfróðum aðilum en Erlingur Geirsson frá Landsvirkjun mun koma og fara yfir málaflokkinn með okkur. Erlingur starfar sem verkefnastjóri við þróun vindorku. Hann mun ræða vindorku og framtíðar möguleika hennar á Íslandi. Þá mun Almar Barja einnig snerta á helstu álitamálum sem snerta málaflokkinn en hann hefur áralanga reynslu í orkumálum.