03 okt Samtal Viðreisnar II
Mánudaginn 3. október kl. 19.30 ætla Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Daði Már Kristófersson, formaður og varaformaður Viðreisnar, að fara yfir niðurstöðu fyrsta sameignlega vinnufunds málefnaráðs í aðdraganda Landsþings, sem haldinn var þann 5. september sl. og hvernig sú niðurstaða verður tekin áfram innan Viðreisnar.
Á þeim fundi kom grasrótin saman að ræða kjarna flokksins, fyrir hvað við stöndum og hvernig við eigum að beita okkur.
Allir félagar í Viðreisn eru velkomnir. Félagsmenn sem ekki komast í Ármúlann hafa fengið fjarfundarhlekk í tölvupósti. Ef pósturinn hefur ekki borist er hægt að óska eftir nýjum á vidreisn@vidreisn.is