29 apr Aðalfundur Viðreisnar í Kópavogi
Stjórn Viðreisnar í Kópavogi boðar til aðalfundar félagsins mánudaginn 29. apríl kl. 19:30. Fundurinn verður haldinn á efri hæð Mossley, Borgarholtsbraut 19, 200 Kópavogi.
Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar.
- Reikningar, staðfestir af skoðunarmönnum, lagðir fram til samþykktar
- Umræður og afgreiðsla ályktana.
- Samþykktir Viðreisnar í Kópavogi lagðar fram til staðfestingar
- Kosningar formanns.
- Kosning stjórnarmanna.
- Kosning tveggja stjórnarmanna til vara.
- Kosning tveggja skoðunarfólks reikninga.
- Ákvörðun félagsgjalda
- Önnur mál
Að lokinni hefðbundinni dagskrá mun Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar fjalla um stjórnmálaástandið.
Tillögur að lagabreytingum og framboð til stjórnar skal senda á netfangið kopavogur@vidreisn.is sjö dögum fyrir fundinn.
Allir félagsmenn Viðreisnar í Kópavogi eru velkomnir á fundinn
Stjórn Viðreisnar í Kópavogi