06 maí Hversu lengi má ég bíða? Aðgengi að heimilislæknum
Athugið breytt tímasetning! Fundurinn er 6. maí.
Mikil umræða hefur verið um hve illa gengur að fá tíma hjá heimilislækni á höfuðborgarsvæðinu. Læknar hafa á móti bent á vaxandi skort á heimilislæknum og aukið álag á hvern lækni vegna skriffinsku og aukins áreitis með tilkomu Heilsuveru. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu en hún virðist ekki vera að anna því hlutverki. Hverju þarf að breyta til að svo geti verið? Er verið að breyta einhverju og hvernig geta stjórnmálin hjálpað, til að hér verði fyrsta flokks heilsugæslukerfi?
Við fáum til okkar tvo mjög góða gesti sem starfa í heilsugæslu og þekkja vanda hennar. Annars vegar er það Nanna Sigríður Kristinsdóttir, heimilislæknir og framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hins vegar Gunnar Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar Höfða. Fundarstjóri er Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.
Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á málefnum heilsugæslunnar.