Minni pólitík, meiri fagmennska

Sveit­ar­fé­lög reka marg­vís­leg fyr­ir­tæki til að tryggja nauðsyn­lega innviði. Í Reykja­vík eru nokk­ur slík, t.d. Orku­veit­an ásamt dótt­ur­fé­lög­um, Fé­lags­bú­staðir og Faxa­flóa­hafn­ir. Mik­il­vægt er að í rekstri þess­ara fyr­ir­tækja lát­um við góða stjórn­un­ar­hætti leiða okk­ur áfram.

Góðir stjórn­un­ar­hætt­ir inn­leidd­ir

Al­menn eig­anda­stefna borg­ar­inn­ar var samþykkt 2022 og unn­in í þver­póli­tískri sátt. Að koma á þeirri stefnu var hvorki ein­falt né auðvelt en afar lær­dóms­ríkt og mik­il­vægt. Eig­anda­stefna hljóm­ar kannski ekki sem mest spenn­andi póli­tík í heimi en rekst­ur fyr­ir­tækja í op­in­berri eigu er gríðarlega viðamikið viðfangs­efni og mik­il­vægt að það sé gert rétt, því ann­ars fer allt mjög fljótt á hliðina.

Mín trú er að með slíkri stefnu tryggj­um við gagn­sæja, fag­lega og skil­virka stjórn­un fyr­ir­tækja borg­ar­inn­ar þannig að það ríki al­mennt traust á stjórn­un og starf­semi. Þar er sér­stak­lega fjallað um upp­lýs­inga­gjöf milli eig­anda og fyr­ir­tæk­is um rekst­ur og stefnu­mörk­un ásamt ábyrgðar­skil­um milli eig­enda, stjórn­ar og stjórn­enda. Eig­anda­stefn­an er ekki úr lausu lofti grip­in held­ur tek­ur mið af leiðbein­ing­um OECD um stjórn­un­ar­hætti fyr­ir­tækja í op­in­berri eigu ásamt leiðbein­ing­um Viðskiptaráðs.

Hlut­verk, umboð og upp­lýs­inga­skylda

Al­menn eig­anda­stefna borg­ar­inn­ar ramm­ar mark­mið eig­anda inn með skýr­um hætti. Þar eru nokkr­ir þætt­ir sér­stak­lega dregn­ir fram, s.s. að Reykja­vík­ur­borg er form­lega skil­greind sem virk­ur eig­andi og hlut­verk, umboð og ábyrgð eig­anda er skil­greint og af­mörkuð gagn­vart borg­ar­ráði og borg­ar­stjórn, þar á meðal vald­heim­ild­ir og mörk þeirra og upp­lýs­inga­gjöf. Tekið er á for­send­um fyr­ir eign­ar­haldi Reykja­vík­ur­borg­ar í fyr­ir­tækj­um sem eru sér­stak­lega skil­greind­ar og háðar mati af hálfu eig­anda.

Annað sem tekið er á er að tryggður er skýr­leiki á umboði stjórna fyr­ir­tækj­anna og að meg­in­stefnu­mörk­un fyr­ir­tækj­anna sé háð samþykki eig­enda. Þá eru einnig skýr­ar kröf­ur gerðar til skipu­lags og stjórn­un­ar­hátta, sem trygg­ir gegn­sæi og áreiðan­leika, ásamt fag­mennsku og skil­virkni í störf­um stjórna og stjórn­enda, s.s. af­mörk­un á hlut­verki, umboði, ábyrgð og stjórn­ar­hátt­um.

Risa­skref var tekið og regla sett um jafn­vægi í sam­setn­ingu stjórna, þ.e. háðra stjórn­ar­meðlima og óháðra sem koma utan frá og eru hvorki kjörn­ir full­trú­ar né starfs­menn. Þetta var hvorki ein­falt né auðvelt verk en afar far­sælt og mik­il­vægt.

En hver ákveður þá hvað?

En hvert er þá stefnu­mót­andi hlut­verk sveit­ar­fé­lag­anna í rekstr­in­um, svo ekki sé talað um þegar taka þarf til­lit til sam­keppn­is­sjón­ar­miða? Er búið að taka ákvörðun­ar­valdið frá sveit­ar­stjórn­um? Svo sann­ar­lega er það póli­tísk ákvörðun að taka stefnu­mót­andi ákv­arðanir eins og rakið er hér að ofan í tengsl­um við eig­anda­stefnu borg­ar­inn­ar. Það er al­veg ljóst að fyr­ir­tæki í 100% op­in­berri eigu eiga alltaf að vinna eft­ir þeim form­lega ramma sem þeim er sett­ur og geta ekki farið af stað út fyr­ir sinn ramma nema í form­legu sam­tali við eig­anda. Það er tryggt með góðum stjórn­ar­hátt­um og eig­anda­stefn­um sem þess­um fyr­ir­tækj­un­um er gert að fylgja. Leiðbein­ing­ar OECD frá 2024 og álit Umboðsmanns Alþing­is frá 2021 draga fram mik­il­vægi þess að sveit­ar­fé­lög skapi skýra um­gjörð í kring­um fyr­ir­tæki í sinni eigu.

Verk­efn­in sem sveit­ar­fé­lög­in standa frammi fyr­ir í dag

Á Fjár­málaráðstefnu sveit­ar­fé­laga sem nú stend­ur yfir er þetta ein­mitt rætt. Miðað við leiðbein­ing­ar OECD og álit Umboðsmanns Alþing­is sem vísað er í hér fyr­ir ofan er ljóst að sveit­ar­fé­lög þurfa að rýna vel rök fyr­ir op­in­beru eign­ar­haldi í fyr­ir­tækj­um. Þau þurfa að ákveða skýra um­gjörð og taka þátt sem upp­lýst­ur og virk­ur eig­andi, án þess þó að fara yfir mörk góðra stjórn­un­ar­hátta. End­ur­skoða þarf samþykkt­ir fyr­ir­tækja í eigu sveit­ar­fé­laga og sam­setn­ingu stjórna. Gera eig­anda­stefnu sem trygg­ir viðeig­andi um­gjörð, umboð, upp­lýs­inga­miðlun og gegn­sæi. Þetta er ekki ein­falt verk og alls ekki eru öll sam­mála.

Lát­um ekki póli­tík blinda okk­ur

Stóra verk­efnið er tryggja um­gjörðina, minnka póli­tík í stjórn­um fyr­ir­tækja í op­in­berri eigu og auka fag­mennsku. Op­in­beri eig­and­inn þarf að vera virk­ur og sýna ábyrgð. Póli­tík á ekki heima við stjórn­borðið – hún á heima á eig­enda­vett­vangi þar sem stóra stefnu­mót­un­in fer fram.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 11. október 2024