Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Það verða tímamót í dag í gömlu höfninni í Reykjavík við Faxagarð. Þá verður fyrsta skemmtiferðaskipið, Hurtigruten Expeditions, tengt við rafmagn í höfn en Faxaflóahafnir er ein af 2% hafna á heimsvísu með slíka tengingu. Með landtengingunni opnast einnig möguleiki á kolefnislosunarlausum heimsóknum skemmtiferðaskipa í...

Bríet Bjarnhéðinsdóttir lék gríðarlega stórt hlutverk í því að koma á þessum mikilvægu réttarbótum fyrir konur og efla þannig lýðræðissamfélagið fyrir okkur öll. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands og var fyrsti formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928, en markmið þess var að vinna...

Höfuðborgarsvæðið er skemmtilegur áfangastaður. Þetta vitum við sem hér búum, störfum eða heimsækjum. Þetta vita líka þær milljónir ferðamanna sem til Íslands koma. Ferðamenn hafa lengi talið Reykjavík vera hlið að hinni margrómuðu náttúru landsins. Við fjölmörg hótel, þegar ferðamannafjöldinn er sem mestur, eru biðraðir af...

Árið 2022 var nokkuð við­burða­ríkt. Við sáum stríð, sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, eld­gos, verð­bólgu, gjör­breytt efna­hags­um­hverfi og svo mikið fleira. Þetta er líka árið þar sem við komum aftur saman í stórum mann­fögn­uð­um. Við héldum aftur upp á 17. júní, Menn­ing­arnótt og Pride. Og fórum í fjöl­margar fjöl­skyldu­veisl­ur. Árið...

Hagræðing er nauðsyn­leg­ur þátt­ur af op­in­ber­um rekstri. Síðan Viðreisn kom í meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar árið 2018 hef­ur verið ár­leg hagræðing­ar­krafa upp á 1% af launa­kostnaði ásamt því að hætta að verðbæta rekstr­ar­kostnað. Með þessu setj­um við á okk­ur stöðuga pressu, bæði á að velta við hverri...