17 nóv Vellíðunarstund Viðreisnar
Í hádeginu á sunnudaginn ætlum við að hittast upp í kosningamiðstöð Viðreisnar og kjarna okkur saman fyrir lokasprettinn í kosningabaráttunni. Andleg líðan skiptir okkur öllu máli og á tímum sem þessum er ótrúlega mikilvægt að tékka sig af, anda ofan í maga og róa taugarnar.
Dagný Berglind Gísladóttir, annar eigandi RVK Ritual og eðalskvís ætlar að leiða okkur í gegnum slökunina og fara yfir þau tæki og tól sem við getum nýtt okkur til að passa betur upp á taugakerfið komandi daga en hún hefur kennt hugleiðslu & öndunartækni um árabil sem tól til að vinna gegn streitu, líða betur og taka betri ákvarðanir.
Við mælum með að mæta í þægilegum fötum og með opið hjarta fyrir samtalinu. Hugheilar kveðjur, Viðreisn