Úr öskunni í eldinn á laugardaginn?

Fráfarandi ríkisstjórn var að eigin sögn óhamingjusöm og sundurlynd. Í stað hinnar breiðu samstöðu sem átti að vera söguleg og einstök varð ríkistjórnin verklítil og sú óvinsælasta í sögu landsins.

Kannanir hafa bent til þess að miðjan sé í sókn. Frjálslynd og hófsöm sjónarmið miðjunnar hafa sterkan hljómgrunn hjá þjóðinni en önnur öfl leyna á sér.

Hvað eru kannanir að sýna okkur og hvaða sviðsmynd gæti verið að teiknast upp?

Er það þjóðernisleg popúlista stjórn – stjórn sem engin sá fyrir og verður alveg örugglega ekki betri en sú sem nú kveður.

Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn er tríó sem er ekki bara hugsanlegt heldur líklegt að myndi næstu ríkisstjórn – þau eru farin að blikka hvert annað. Sterkir þræðir sýnast liggja þar á milli. Frjálslyndi, hófsemi og alþjóðlega samvinnu verður ekki að finna á þeirri MDF plötu.

Við skulum ekki vakna upp við vondan draum á sunnudaginn.

Greinin birtist fyrst á Vísi 26. nóvember 2024