28 jan Smærri ríki í ESB, samtal við Evrópuþingmenn Renew Europe
Hvaða áhrif getur Ísland haft innan Evrópusambandsins og hvernig starfa flokkar saman innan Evrópuþingsins? Við fáum til okkur fimm gesti úr systurflokkum Viðreisnar í Evrópu sem öll eru evrópuþingmenn í flokkahópnum Renew Europe til að ræða Evrópusambandið.
Þau eru:
Valérie Hayer, leiðtogi Renew Europe og evrópuþingmaður fyrir Renaissance, Frakklandi
Urmas Paet, sérstakur erindreki Evrópuþingisns í málefnum Norðurslóða og evrópuþingmaður fyrir Eesti Reformierakond, Eistlandi
Morten Løkkegaard, evrópuþingmaður fyrir Venstre, Danmörku
Stine Bosse, evrópuþingmaður fyrir Moderaterne, Danmörku
Sigrid Friis, evrópuþingmaður fyrir Radikale Venstre, Danmörku.
Í pallborði mun einnig sitja Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar.
Umræðum stjórnar Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og fjármálaráðherra.