19 sep Landsþing Viðreisnar

Landsþing Viðreisnar 2025 verður haldið helgina 20.-21. september svo takið helgina frá.
Á dagskrá verður m.a.:
* Skýrsla formanns Viðreisnar.
* Drög að ályktunum.
* Skýrsla framkvæmdastjóra um rekstur flokksins.
* Kosning formanns.
* Kosning varaformanns.
* Kosning ritara
* Kosning fjögurra meðstjórnenda og tveggja varamanna.
* Kosning sex fulltrúa í málefnaráð auk tveggja varamanna.
* Kosning endurskoðanda.
* Breytingar á samþykktum Viðreisnar.
* Afgreiðsla stjórnmálaályktunar.
Fundargögn, þ.á m. drög að ályktunum skulu liggja fyrir minnst viku fyrir landsþing. Allir félagsmenn geta lagt fram tillögur að ályktunum fyrir landsþingið.
Kjörgeng á landsþingi eru fullgildir félagar. Tillögu- og atkvæðisrétt hafa þeir félagar sem hafa verið skráðir í minnst viku fyrir landsþing og skráð sig til setu á landsþingi með fullnægjandi hætti.
Framboðsfrestur til formanns Viðreisnar, varaformanns , ritara, stjórnar Viðreisnar, stjórnar málefnanefnda og fulltrúa í málefnaráð er þar til klukkustund áður en kosning hefst á landsþingi.
Tillögur til breytinga á samþykktum Viðreisnar skulu sendar stjórn minnst mánuði fyrir boðað landsþing.