30 okt Hafnarfjörður: Kosning í uppstillinganefnd og kjörstjórn
Viðreisn í Hafnarfirði boðar til almenns félagsfundar til að kjósa í kjörstjórn og uppstillingarnefnd fyrir sveitarstjórnarkosningar 2026.
Hægt er að bjóða sig fram í uppstillingarnefnd eða kjörstjórn með því að senda framboðstilkynningu á netfangið hafnarfjordur@vidreisn.is. Framboðsfrestur rennur út við upphaf fundarins.
Allt félagsfólk er hvatt til að mæta og taka þátt í umræðu og kosningu.
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 30. október 2025 kl. 20:00 og fer fram í fjarfundi.