Þarf ekki að sameina sveitarfélögin?

Þarf ekki að sameina sveitarfélögin?

Hvenær

06/12    
10:00

Hvar

Viðreisn
Suðurlandsbraut 22, 5. hæð Gengið inn að aftan, Reykjavík, 108

Orðatiltækið „barnið vex en brókin ekki“ á einstaklega vel við þegar kemur að sveitarfélögum. Flest urðu sveitarfélögin 229 um miðja 20. öld. Frá og með 9. áratugnum var farið að leggja áherslu á sameiningu sveitarfélaga til að auka hagkvæmni í rekstri þeirra og bæta þjónustu. Sveitarfélögin eru nú 62. Sum þeirra eru mjög fámenn og önnur liggja mjög þétt við hvert annað á höfuðborgarsvæðinu.

Til að varpa skýru ljósi á þetta mikilvæga viðfangsefni sem sameiningar sveitarfélaga er höfum við fengið til okkar þrjá reynslubolta:

• Róbert Ragnarsson, fyrrverandi bæjarstjóra í Grindavík og Vogum, nú ráðgjafa sveitarstjórna hjá KPMG. • Páll Björgvin Guðmundsson, fyrrverandi bæjarstjóra í Fjarðabyggð og nú framkvæmdastjóra SSH, með víðtæka reynslu af samstarfsverkefnum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. • Gylfi Ólafsson, bæjarfulltrúa í Ísafjarðarbæ, formann bæjarráðs og formann Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Að loknum erindum mun Eiríkur Björn Björgvinsson, þingmaður og fyrrverandi bæjarstjóri, stýra samtali við fyrirlesarana og draga fram lykilatriðin úr málflutningi þeirra. Síðan verður opnað fyrir spurningar og almennar umræður.

Öll velkomin.

Laugardagsmorguninn 6. des kl. 10:00-12:00 í húsnæði Viðreisnar á Suðurlandsbrautinni.

Hlekkur á fjarfund: meet.google.com/zhr-nxff-uij