Fjögur framboð um oddvitasæti Viðreisnar í Reykjavík

Kjörstjórn Viðreisnar í Reykjavík tilkynnir að fjögur framboð hafi borist um oddvitasæti fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið, sem verður rafrænt, mun fara fram frá kl. 00.01 til 18.00, laugardaginn 31. janúar.

Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér:

  • Aðalsteinn Leifsson
  • Björg Magnúsdóttir
  • Róbert Ragnarsson
  • Signý Sigurðardóttir

Kjörstjórn þakkar öllum frambjóðendum fyrir áhugann. Nánari upplýsingar um frambjóðendur og kosningar eru aðgengilegar á heimasíðu Viðreisnar, sjá slóð hér:

https://vidreisn.is/felogin/reykjavik/profkjor/