05 feb Kynningarfundur frambjóðenda í prófkjöri Viðreisnar í Kópavogi
Fimmtudagskvöldið 5. febrúar mun kjörstjórn Viðreisnar í Kópavogi halda opinn kynningarfund þar sem kjósendum gefst tækifæri til að kynnast frambjóðendum og spyrja spurninga.
Viðburðurinn er haldinn í höfuðstöðvum Viðreisnar á Suðurlandsbraut 22 og hefst stundvíslega kl. 19.30.
Fundurinn hefst með stýrðum panel umræðum og síðan taka við spurningar úr sal og af samfélagsmiðlum.
Þá tekur við léttara spjall að formlegum umræðum loknum.
Hvetjum öll til að fjölmenna og taka þátt í að velja næstu forystu Viðreisnar í Kópavogi!