Aðgerðaráætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi

Öllum einstaklingum sem starfa hjá Viðreisn og skráðum félögum í flokknum skal tryggt öruggt umhverfi og virðing. Í því felst að þurfa ekki að þola einelti, áreitni eða annars konar ofbeldi í störfum sínum í tengslum við flokkinn, líkt og segir til um í siðareglum Viðreisnar. Stjórn flokksins ber ábyrgð á aðgerðaráætlun og úrræðum fyrir flokksmenn. Félagar í Viðreisn geta leitað til trúnaðarráðs flokksins, stjórnarmanns eða framkvæmdastjóra ef hvers kyns mál er varða einelti, áreitni eða annars konar ofbeldi koma upp.

 

Trúnaðarráð

Hlutverk trúnaðarráðs er að verða félögum Viðreisnar innan handar ef upp koma brestir í samskiptum, t.d. vegna mismununar, áreitni eða eineltis, og koma málum í farveg úrlausnar. Meðlimir trúnaðarráðs verða óháð í störfum sínum innan ráðsins og geta leitað aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga. Hægt er að ná sambandi við trúnaðarráð með tölvupósti á netfangið trunadur@vidreisn.is eða með beinum samskiptum við meðlimi þess.

 

Skilgreiningar á einelti, kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi

Samkvæmt reglugerð nr.1009 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

 

Einelti er síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.

 

Kynferðisleg áreitni er hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.

 

Kynbundin áreitni er hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.

 

Ofbeldi er hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis.

 

 

Einelti

Einelti er niðurlægjandi og særandi. Það getur bæði falist í því sem gert er og því sem látið er ógert.

 

Einelti getur tekið á sig ýmsar myndir t.d:

 

Ef þú verður fyrir einelti

 

Ef þú verður vitni að einelti

Hafðu orðfæri Viðreisnar í huga, sjá hér á vefsíðu Viðreisnar. Talaðu við gerandann/gerendur, ef þú treystir þér til, og láttu þá vita að þér finnist hegðun hans/ þeirra vera einelti. Þú getur jafnframt hvatt þolanda til þess að tilkynna málið til framkvæmdastjóra eða stjórnar.

 

Þú getur farið eftirfarandi leiðir til að koma málinu í réttan farveg:

 

Næstu mögulegu skref

 

Kynferðisleg áreitni, kynbundið ofbeldi eða ofbeldi

Samkvæmt reglugerð nr.1009 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

 

Kynferðisleg áreitni, kynbundið ofbeldi eða ofbeldi getur birst sem óvelkomið áreiti, andlegt ofbeldi eða líkamlegt ofbeldi. Upplifun þess sem fyrir ofbeldi verður getur verið mjög misjöfn og er hún mælikvarðinn á alvarleika ofbeldisins.

 

Kynferðisleg áreitni, kynbundið ofbeldi eða ofbeldi einkennist oft af misnotkun á valdi eða stöðu, andlegri kúgun og að sjálfsvirðingu sé misboðið, framkomu sem ætlað er að knýja einstaklinga til undirgefni og gera lítið úr þeim, endurtekinni áreitni eða niðurlægingu fyrir þann sem  fyrir áreitninni verður og hefur neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu hans.

 

Kynferðisleg áreitni, kynbundið ofbeldi og ofbeldi geta tekið á sig ýmsar myndir, t.d.:

 

Ef þú verður fyrir áreiti eða ofbeldi

 

Næstu mögulegu skref

 

Aðgerðaráætlun þessi var samþykkt af stjórn Viðreisnar þann 24. ágúst 2019.