Siðareglur Viðreisnar

Siðareglur þessar taka til kjörinna fulltrúa flokksins og annarra þeirra er gegna trúnaðarstörfum á vegum hans. Reglurnar taka jafnframt til allrar háttsemi á fundum og öðrum viðburðum sem haldnir eru á vegum flokksins eða aðildarfélaga hans. 

 

  • Við hjá Viðreisn komum fram við allt fólk, innan flokks sem utan af virðingu og höfnum hverskyns mismunun, áreitni (kynbundinni eða kynferðislegri), einelti eða annarri vanvirðandi framkomu.

 

  • Við hjá Viðreisn höfum jafnrétti að leiðarljósi í starfi okkar og gerum ekki upp á milli fólks hvort heldur er vegna kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, skoðana, starfa, stjórnmálaskoðana, tungumáls, uppruna, áhugamála eða annars.

 

  • Við hjá Viðreisn temjum okkur gott orðfæri í samskiptum og berum virðingu fyrir skoðunum annarra, samherja sem keppinauta og höfum í huga að orð eru máttug.

 

  • Við hjá Viðreisn gætum þess að persónuleg tengsl leiði ekki til hagsmunaárekstra sem koma niður á flokknum eða þjóðinni.

 

  • Við hjá Viðreisn sýnum gott fordæmi og hvetjum aðra til þess sama og berum virðingu fyrir þeim siðareglum sem við höfum sett okkur.

 

  • Reglur þessar taka til kjörinna fulltrúa flokksins og annarra er gegna trúnaðarstörfum.

 

Séu siðareglur þessar ekki virtar er bent á aðgerðaáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi.

 

Trúnaðarráð Viðreisnar

Samþykkt af stjórn Viðreisnar 22. febrúar 2019