Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar
Uppreisn stendur fyrir frelsi, jafnrétti og opið samfélag. Samtökin eru svar ungs fólks við afturhaldi, sérhagsmunagæslu og einangrunarhyggju. Frjálslyndi og jafnræði helst í hendur og stuðlar þannig að réttlátu samfélagi sem hefur burði til að viðhalda samkeppnishæfum lífsgæðum og þátttöku í samstarfi þjóða. Uppreisn trúir því að ungt fólk eigi sæti skilið til jafns við alla aðra hópa þjóðfélagsins og berst því fyrir því að rödd þeirra heyrist og að mark verði tekið á henni.
Uppreisnarliðar sinna málefna- og trúnaðarstörfum fyrir ungliðahreyfinguna og Viðreisn. Hreyfingin tryggir að raddir ungs fólks heyrist hátt og skýrt innan Viðreisnar. Einnig stendur hreyfingin fyrir alls konar viðburðum allt árið sem eru opnir hverjum þeim sem kunna að hafa áhuga. Formaður Uppreisnar á sæti í stjórn Viðreisnar.
Uppreisn stendur reglulega fyrir viðburðum. Hægt er að fylgjast með starfinu á facebook- síðu Uppreisnar, Twitter og Instagram. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið uppreisn@vidreisn.is.
Stjórn Uppreisnar skipa:
Gabríel Ingimarsson forseti
Draumey Ósk Ómarsdóttir varaforseti
Emma Ósk Ragnarsdóttir
Einar Geir Jónasson
Ingunn Rós Kristjánsdóttir
Máni Þór Magnason
Stefanía Reynisdóttir.