
Viðreisn býður fram á Akureyri
Viðreisn mun í vor bjóða fram lista fyrir sveitarstjórnarkosningar á Akureyri. Það er í fyrsta sinn sem flokkurinn býður fram í sveitarfélaginu. Framboðið markar tímamót hjá flokknum og er liður í því að efla starf Viðreisnar á landsbyggðinni. Ákveðið hefur verið að fara í uppstillingu.







