Dagskrá:

Athugið að tímasetningar geta riðlast

11.30 Hús opnar/skráning hefst með almennu spjalli um stjórnmálaástandið yfir kaffibolla

12.30  Mosfellsbær býður fólk velkomið, kosning fundarstjóra og fundarritara

12:40 Ræða formanns

13:00 Drög að stjórnmálaályktun kynnt

13.15 Hringborðsumræður – málefnavinna

15:00 Ræða forseta Uppreisnar

15:15 Kaffi

15:45 Léttum róðurinn – Pallborð

16:30 Orðið er laust með þingmönnum

17.30 Stjórnmálaályktun afgreidd

17.45 Ræða varafomanns

Að loknu haustþingi verða léttar veitingar í boði

Haustþing Viðreisnar 2024 er haldið laugardaginn 28. september  kl. 12.30 í Hlégarði, Mosfellsbæ. Eftir að þing hefur verið sett og fundarstjóri kjörinn mun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar ávarpa þingið.

 

Kosningar nálgast óðfluga og mikilvægt að Viðreisn mæti tilbúin í málefnaumræðu næstu kosningabaráttu. Í hringborðsumræðum munu þinggestir ræða þau málefni sem brýnust eru að leysa til að létta róðurinn fyrir fólkið í landinu.

 

Það verða pallborðsumræður með góðum gestum um hvernig þarf að létta róðurinn fyrir fjölskyldur og atvinnulífið.

 

Við ætlum svo að eiga gott samtal við þingmenn um þingveturinn framundan og áherslur Viðreisnar.

 

Miðaverð er 5.000 kr. /3.500 kr. fyrir félaga í Uppreisn.

Haustþing er stöðuþing, sem halda skal annað hvert ár, þau ár sem landsþing er ekki haldið.


Til að geta kosið eða hafa tillögurétt, þarf að vera félagi í Viðreisn sem hefur skráð sig hafa í flokkinn a.m.k. viku fyrir haustsþing og hefur skráð sig til setu á haustþingi með fullnægjandi hætti. Síðasti séns til að skrá sig í Viðreisn til að taka fullan þátt á haustþinginu er  því kl. 23.59, föstudaginn 20. september 2024.

Miðaverð á þingið er 5.000 kr. Það er afsláttargjald fyrir ungliða í Uppreisn (35 ára og yngri) og greiða þeir 3.500 kr með því að setja inn afsláttarkóðann UPPREISN


Þinggestir sem koma utan að landi fá ferðastyrk vegna skráningar.

Gestir sem ferðast 110-400 km geta fengið þingkomustyrk upp á 7.000 kr.


Gestir sem ferðast 400 km. eða meira fá þingkomustyrk upp á 15.000 kr.

Til að óska eftir þingkomustyrknum eru gestir beðnir um að senda póst á vidreisn@vidreisn.is með afrit af kvittun fyrir bensíni eða flugmiða.

Ekki er kosið í embætti á stöðuþingi. En hafir þú áhuga á embætti verður landsþing á næsta ári.

Það er gaman að koma á haustsþing, hitta fólk og ræða pólitík.


Það verða skemmtilegar ræður og umræður í pallborði til að hlusta á og næra andann. En haustþing er líka tækifæri fyrir alla flokksmenn að koma og ræða málefnin. Það verður almennt spjall um stjórnmálin yfir kaffibolla strax og húsið opnar kl. 11.30. Þú getur svo valið þér borð til að ræða þau málefni sem helst brenna á þér í hringborðsumræðum. Og áður en við klárum að ræða og samþykkja stjórnmálaályktun verður opið samtal flokksmanna við þingmenn Viðreisnar.


Stjórnmálaályktun verður kynnt í upphafi fundar og verður aðgengileg fundargestum. Hægt verður að leggja fram tillögur að breytingum á stjórnmálaályktun. Þær breytingar þurfa að berast skriflega á netfangið vidreisn@vidreisn.is, þar sem skýrt kemur fram hver leggur til breytinguna og hverju er lagt til að breyta. Breytingartillögur verða teknar til umræðu og afgreiðslu undir liðnum "Stjórnmálaályktun".

Það vantar alltaf gott fólk og fleiri hendur.


Ef þú vilt vera sjálfboðaliði á landsþinginu, þá geturðu þú skráð þig hér.


Á haustþing þarf fólk til að vera í skráningu og taka á móti þinggestum. Það þarf fólk í kaffinefnd. Það þarf fólk til að hjálpa við að raða borðum og gera salinn klárann. Það þarf borðstjóra til að stýra umræðum og ritara til að skrá niður helstu niðurstöður. Ef þú heldur að þú getir hjálpað til við eitthvað af þessum verkefnum, þá yrðum við glöð að heyra frá þér.

Fyrir utan almenna gleði á haustþinginu, verður að sjálfsögðu gleði.


Þegar þingi hefur verið slitið, verður boðið upp á léttar veitingar.

Haustþingið er haldið í Hlégarði í Mosfellsbæ. Aðgengi þar er gott fyrir alla.


Þau sem koma akandi geta fylgt þessum leiðbeiningum á google maps


Strætó nr. 7 og 15 stoppa fyrir utan Hlégarð. Þar er hægt að skipuleggja ferðina þangað hér.

Um stöðuþing er fjallað í kafla 4 samþykkta Viðreisnar

Í grein 4.13 segir: “Þau ár sem landsþing er ekki haldið skal halda stöðuþing. Á dagskrá þess skal vera: Skýrsla formanns, afgreiðsla stjórnmálaályktunar og önnur mál sem stjórn setur á dagskrá. Á stöðuþingi skal jafnframt kosið til embætta, hafi þau losnað frá síðasta landsþingi.”