Hafðu áhrif á stefnuna

 

Þú getur haft áhrif á stefnu Viðreisnar með því að vera skráður félagi og taka þátt í vinnu málefnaráðs. Allir félagar geta tekið þátt í öllum málefnahópum.

 

Skráðir félagar í Viðreisn geta líka tekið þátt í málefnavinnu á landsþingi, sem haldið er á tveggja ára fresti.

 

Skráðir félagar í Viðreisn eru sjálfkrafa skráðir í undirfélög í þeirra heimabyggð. Bæði eru þar félög í sveitarfélögum og landshlutaráð í hverju kjördæmi. Ef þú vilt taka þátt í sveitarstjórnarmálum í þinni heimabyggð er best að vera í sambandi við félagið sem þar starfar.

 

Einnig geta skráðir félagar í Viðreisn tekið þátt í líflegu stjórnmálaspjalli í lokuðum hóp Viðreisnarfélaga á Facebook.