Ráð og nefndir

Trúnaðarráð

Hlutverk trúnaðarráðs er að verða félagsfólki innan handar ef upp koma brestir í samskiptum, t.d. vegna mismununar, áreitni eða eineltis, og koma málum í farveg úrlausnar.Meðlimir trúnaðarráðs verða óháð í störfum sínum innan ráðsins og geta leitað aðstoðar utanaðkomandi sérfræðingar. Hægt er að ná sambandið við trúnaðarráð með pósti á netfangið trunadur@vidreisn.is eða með beinum samskiptum við meðlimi þess.

 

Trúnaðarráð Viðreisnar er skipað Aroni Eydal og Ester Sigurðardóttur.

 

Laganefnd

Stjórn Viðreisnar skipar þrjá í Laganefnd eftir hvert landsþing, formann og tvo nefndarmenn. Laganefnd leysir úr ágreiningi sem kann að koma upp um túlkun samþykkta á vegum flokksins og veitir ráðgjöf um önnur lögfræðileg álitamál.

 

Laganefnd Viðreisnar er skipuð Önnu Lilju Hallgrímsdóttur, Jóhannesi A. Kristbjörnssyni og Pétri Steini Guðmundssyni.

 

Sveitarstjórnarráð

Sveitarstjórnarráð er samstarfsvettvangur kjörinna fulltrúa Viðreisnar í sveitastjórnum og er Viðreisn til ráðuneytis um sveitarstjórnarmál. Sveitarstjórnarráð fjallar um sameiginlega stefnumótun í málefnum sveitarfélaga í samræmi við stefnu Viðreisnar. Sveitarstjórnarráð er skipað öllum aðal- og varafulltrúum í sveitarstjórnum sem eru flokksbundnir í Viðreisn.

 

Stjórn sveitarstjórnarráðs er skipuð Lovísu Jónsdóttur, sem framframt er formaður ráðsins, Einari Þorvarðarsyni, Ingibjörgu Guðlaugu Jónsdóttur, Pawel Bartoszek og Sigurjóni Vídalín.

 

Öldungaráð

Öldungaráð Viðreisnar skal sinna málefnastarfi eldra fólks og vera málsvari þeirra í innra starfi flokksins.

 

Stjórn öldungaráðsins er skipuð Sverrir Kaaber, sem jafnframt er formaður ráðsins, Lilju Hilmarsdóttur varaformaður, Þóri Gunnarssyni, Páli A. Jónssyni og Ásgrími Jónassyni.

 

Landshlutaráð

Landshlutaráð halda uppi félagsstarfi og fjalla um málefni síns landshluta og önnur verkefni, samkvæmt samþykktum starfs- og skipulagsreglum landshlutaráða Viðreisnar.