13 mar Aðalfundur sveitarstjórnarráðs Viðreisnar
Boðað er til aðalfundar sveitarstjórnarráðs Viðreisnar miðvikudaginn 13. mars 2024, kl. 20.00. Fundurinn verður haldinn að Suðurlandsbraut 22, 5. hæð og á zoom. Hlekkur hefur verið sendur í tölvupósti til félaga í sveitarstjórnarráði.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Kosning formanns.
3. Kosning fjögurra manna í stjórn.
4. Önnur málefni
1. Skýrsla stjórnar
2. Kosning formanns.
3. Kosning fjögurra manna í stjórn.
4. Önnur málefni
Hægt er að bjóða sig fram til formanns og til stjórnar á fundinum sjálfum en áhugasamir eru beðnir um að tilkynna um framboð á netfangið vidreisn@vidreisn.is, eigi síðar en þriðjudaginn 12. mars.
Sveitarstjórnarráð er samstarfsvettvangur fulltrúa Viðreisnar í sveitastjórnum og er Viðreisn til ráðuneytis um sveitarstjórnarmál og fjallar um sameiginlega stefnumótun í málefnum sveitarfélaga í samræmi við stefnu Viðreisnar.
Sveitarstjórnarráð er skipað öllum aðal- og varafulltrúum í sveitarstjórnum auk þeirra sem eiga sæti í nefndum sveitastjórna og eru flokksbundin í Viðreisn og framkvæmdastjóra flokksins.
Sveitarstjórnarráð kýs sér stjórn á 2ja ára fresti, mótar starfsreglur og skipuleggur störf sín.
Síðasti aðalfundur sveitarstjórnarráðs var í júní 2022.
Síðasti aðalfundur sveitarstjórnarráðs var í júní 2022.
Stjórn Sveitarstjórnarráðs Viðreisnar