ESB og þínir hagsmunir

Hvenær

12/01    
20:00 - 21:30

Hvar

Húsnæði Viðreisnar
Ármúli 42, Reykjavík

Event Type

Um hvað snýst þetta ESB? Það er fjölmargt og Viðreisn ætlar að ræða ESB og neytendamál, loftslagsmál og viðskipti á opnum fundi í Ármúla 42, fimmtudaginn 12. janúar kl. 20.00
Frummælendur verða:
Hildur Ýr Viðarsdóttir, hæstaréttalögmaður og einn eigenda Landslaga, aðjúnkt við HÍ, þar sem hún kennir neytendarétt og formaður kærunefndar viðskipta og þjónustukaupa, sem ætlar að ræða ESB og neytendamál.
Árni Finnsson, formaður Náttúrverndarsamtaka Íslands sem ætlar að ræða ESB og loftslagsmál – og hvernig Ísland er að standa sig í að uppfylla þjóðréttarlega samninga við ESB.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnurekenda sem ætlar að ræða um áhrif Brexit á viðskipti við Bretland.
Eftir stutt innlegg verða skemmtilegar umræður. Hlökkum til að sjá ykkur.