25 nóv Félagsfundur – kosið í uppstillingarnefnd og kjörstjórn – Kópavogur
Viðreisn í Kópavogi boðar til félagsfundar til að kjósa í kjörstjórn og uppstillingarnefnd fyrir sveitarstjórnarkosningar 2026.
Hægt er að bjóða sig fram í uppstillingarnefnd eða kjörstjórn með því að senda framboðstilkynningu á netfangið kopavogur@vidreisn.is. Framboðsfrestur rennur út 24. nóvember.
Allt félagsfólk er hvatt til að mæta og taka þátt í umræðu og kosningu.
Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 25. nóvember 2025 kl. 19:30 í sal Handknattleiksfélags Kópavogs, Vallakór 12, 203 Kópavogi