Innanríkisnefnd: Hvað vill Viðreisn gera með stjórnarskrána?

Hvenær

11/11    
20:30

Event Type

Fundur innanríkisnefndar verður haldinn rafrænt á Zoom og hefst stundvíslega 20:30. Því er mælst til þess að fundarmenn mæti nokkrum mínútum fyrr, svo hægt verði að spjalla saman og tryggja að tæknin virki vel. Hægt er að finna zoom-hlekkinn á fundarboði í hópnum okkar á Facebook, Viðreisn umræða.  Félagsmenn geta einnig fengið hlekkinn sendan með því að senda póst á vidreisn@vidreisn.is.
Á þessum fyrsta fundi innanríkisnefndar verður boðið upp á umræðu með kjörnum fulltrúum Viðreisnar um stjórnarskrána. Hver nákvæmlega er stefna Viðreisnar? Hvernig myndir þú vilja hafa hana?
Dagskrá fundar er eftirfarandi:
1. Kjör varaformanns
2. Umræða um stjórnarskrá og stefnu Viðreisnar varðandi hana
Allt skráð Viðreisnarfólk er hjartanlega velkomið á fundinn og hvet ég sem flesta til að láta sjá sig!
Sjáumst á fimmtudagskvöld, 11. nóvember kl. 20:30!