21 sep Hafnarfjörður: opinn fundur með oddvitum
Nú fer óðum að styttast í kosningar og því ætlar Viðreisn að blása til kosningafundar í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði, þriðjudaginn 21. september n.k. kl. 20.00.
Þar ætla þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigmar Guðmundsson, sem leiða lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, að spjalla við gesti og svara spurningum.
Boðið verður upp á léttar veitingar og við hvetjum alla til að fjölmenna og láta sig málefnin varða. Hvað brennur mest á þér fyrir komandi kosningar?