12 feb Kynningarfundur fyrir prófkjör Viðreisnar í Reykjavík
Fyrsta prófkjör Viðreisnar er handan við hornið. Laugardaginn kemur, 12. febrúar kl. 13:00, verður haldinn fjarfundur þar sem prófkjörsreglur verða kynntar og fundargestum gefst tækifæri til að spyrja fulltrúa kjörstjórnar og uppstillingarnefndar út í framkvæmd prófkjörsins.
Fundurinn er opinn öllum félögum í Viðreisn, bæði þeim sem íhuga framboð og öðrum sem kunna að vera áhugasöm um prófkjörið.
Fundurinn fer fram á Zoom, sem ætti flestum að vera orðið kunnugt. Hér er hlekkur á fundinn:
https://us02web.zoom.us/j/86406637754
https://us02web.zoom.us/j/86406637754
Við hlökkum til að sjá ykkur.
Kjörstjórn.