14 sep Laugardagskaffi: Ræðum orkumálin
Á næstu árum og áratugum verður orkan líklega lang verðmætasta náttúruauðlind Íslendinga. Hagsæld okkar mun að verulegu leyti ráðast af því hvernig til tekst við að beisla orkuna í þágu íbúa landsins.
Blikur eru á lofti. Barátta um mikla hagsmuni er í uppsiglingu en löggjöfin er í skötulíki, um margt áratugum á eftir samanburðarlöndum. Samkeppnishæfni Íslands í orkumálum og hagsmunir almennings því tengdir, ráðast að mestu af lagaumgjörð og stjórnsýslu og þar er mikið verk óunnið. Tími til stefnu er naumur vegna stórfelldra áforma um raforkuframleiðslu á skömmum tíma. Margfalt meiri framkvæmdahraði en áður hefur sést.
Við fáum til okkar Jóhann Þór Magnússon raforkuverkfræðing. Hann hefur unnið að virkjanaframkvæmdum og margvíslegum öðrum orkuverkefnum og kennslu í orkuverkfræði í rúm 40 ár á Íslandi en einnig víða um heim. Undanfarin ár hefur áhugi hans beinst að samanburði á orkumálum við samanburðarlönd einkum Skandinavíu. M.a. þjóðhagslegum áhrifum orkuvinnslu. Því tengt hefur Jóhann verið virkur í skrifum athugasemda í samráðsgátt Alþingis.
Að venju verður gott kaffi og brauð á borðum.
Vonumst eftir líflegu spjalli um orkumálin.
Hlökkum til að sjá ykkur