21 jan Opinn vinnufundur málefnanefnda
Opinn vinnufundur málefnanefnda, sem halda átti óveðursdaginn 10. desember, hefur verið fluttur til þriðjudagsins 21. janúar 2020 kl. 19:30. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Viðreisnar í Ármúla 42 og einnig verður mögulegt að hringja sig inn á fjarfund.
Upplegg vinnunnar er að áhugasamt Viðreisnarfólk komi saman til að rýna stefnu flokksins með auga fyrir gagnlegum breytingum. Opni vinnufundurinn leggur grunninn að málefnaundirbúningi landsþings sem haldið verður helgina 13.-15. mars 2020.
Fundurinn verður opinn öllu Viðreisnarfólki. Við hlökkum til að sjá ykkur hress í málefnavinnu á nýju ári!