24 nóv Qigong lífsorka fyrir Viðreisn
Þorvaldur Ingi Jónsson, sem vermir 15. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir Viðreisn, ætlar að leiða okkur í gegnum nokkrar æfingar sem ætlað er styrkja okkur andlega og líkamlega fyrir lokaátök kosningabaráttunnar.
Qi (Chi) er lífsorkan. Í 5.000 ár hafa Kínverjar stundað Qigong til heilsueflingar og til lækninga. Æfingarnar byggja á djúpri Qigong öndun, mjúkum og styrkjandi hreyfingum, í samhljómi við nærandi hugleiðslu. Þær heila og styrkja líkamlegt og andlegt heilbrigði.
Við viljum sjá alla blómstra í frelsi og réttlátu samfélagi. Í lífsmáta Qigong og Viðreisnar er pláss fyrir okkur öll og okkur líður best þegar allir fá tækifæri til að njóta sín.
Í kjölfarið verður boðið upp á kaffi, te og léttan hádegisverð.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Hlökkum til að sjá ykkur!