21 des Ráðgjafaráðsfundur
Boðað er til fundar ráðgjafaráðs Viðreisnar laugardaginn 21. desember kl. 10.30 í Björtuloftum, Hörpu.
Dagskrá: Formaður kynnir tillögu að stefnuyfirlýsingu og samstarf Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins í ríkistjórn og ber undir ráðgjafarráð, sbr. gr. 8.3 í samþykktum Viðreisnar.
Sbr gr. 6.2 í samþykktum Viðreisnar eiga sæti í ráðgjafaráði: stjórn Viðreisnar, varamenn stjórnar, þingflokkur, varaþingmenn, sveitastjórnarmenn og varamenn þeirra í sveitastjórnum, málefnaráð, stjórn Uppreisnar, stjórn öldungaráðs, stjórnir landshlutaráða, formenn félaga, laganefnd, framkvæmdastjóri flokksins og framkvæmdastjóri þingsflokks. Aðrir starfsmenn flokksins hafa seturétt á ráðgjafaráðsfundum. Allir flokksfélagar sem gegnt hafa embætti formanns og varaformanns flokksins halda sæti sínu í ráðgjafaráði.
Aðrir en fulltrúar í ráðgjafaráði hafa ekki seturétt á fundinum.