25 nóv Réttindi fatlaðs fólks eftir lögfestingu samnings Sþ
Íslenska ríkið hefur nýlega lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þetta er stórt skref í átt að auknum mannréttindum og jöfnuði, en hvað þýðir lögfestingin í raun fyrir fatlað fólk á Íslandi? Hvernig mun hún hafa áhrif á daglegt líf, þjónustu, atvinnumál og stefnumótun? Og hvaða áskoranir og tækifæri bíða okkar í innleiðingu samningsins?
Viðreisn býður til opins umræðufundar þar sem við ræðum þessi mikilvægu mál og skoðum næstu skref í framkvæmd með þeim Ölmu Ýr Ingólfsdóttur, formanni ÖBÍ og Söru Dögg Svanhildardóttur, sérfræðingi í atvinnumálum fatlaðs fólks. Fundurinn er ætlaður öllum sem hafa áhuga á réttindum fatlaðs fólks, einstaklingum, aðstandendum, fagfólki og þeim sem starfa í stjórnsýslu og stefnumótun.
Fundurinn verður haldinn hjá Viðreisn, Suðurlandsbraut 22, 5. hæð.
Hægt er að fylgjast með í fjarfundi hér: https://meet.google.com/jdh-xjif-pmm