06 apr Laugardagskaffi: Endurheimt votlendis og uppgræðsla lands
Það eru engar fréttir að Íslendingar standa sig illa í baráttunni við loftslagsvána. Við losum um 14 mt. af gróðurhúsalofttegundum á ári. Til samanburðar losa Norðmenn um 33 mt. (5,5 milljónir íbúa) og Danir um 46 mt. (5,9 milljónir íbúa). Ástæðan fyrir þessari gríðarlega miklu losun er að við höfum framræst mjög mikið af votlendi. Auk þess er mjög mikil losun frá illa förnu landi, m.a. vegna ofbeitar.
Laugardaginn 6. apríl kl. 11:00 kemur til okkar prófessor Ólafur Arnalds til að fara yfir þessi mál á mannamáli. Ólafur er þekktur fyrir að tala tæpitungulaust enda þekkir hann málaflokkinn vel. Sagt verður frá undirbúningi á kerfi til að fjármagna aðgerðir í endurheimt votlendis. Stefna Viðreisnar í þessu máli verður kynnt og rædd í lok fundar.
Að venju verður gott kaffi, morgunmatur og skemmtilegt spjall í boði