Sveitarstjórnarráð kemur saman

Hvenær

08/06    
18:00 - 19:00

Hvar

Húsnæði Viðreisnar
Ármúli 42, Reykjavík

Event Type

Kæra Viðreisnarfólk,

Að afstöðnum sveitarstjórnarkosningum er komið að fyrsta fundi nýs sveitarstjórnarráðs sem haldinn verður 8. júní 2022 kl. 18.00 í Ármúla 42. Fyrir þau ykkar sem eruð hluti af sveitarstjórnaráði en eigið ekki heimangengt til Reykjavíkur verður fundurinn einnig á Zoom á hlekknum: https://us02web.zoom.us/j/84842586796

Sveitarstjórnarráð er samstarfsvettvangur fulltrúa Viðreisnar í sveitarstjórnum og er Viðreisn til ráðuneytis um sveitarstjórnarmál. Þar er fjallað um sameiginlega stefnumótun í málefnum sveitarfélaga í samræmi við stefnu Viðreisnar.

Í sveitarstjórnarráði eiga sæti öll sem flokksbundin eru í Viðreisn og eru aðal- og varafulltrúar í sveitarstjórnarráði eða eiga sæti í nefndum sveitarstjórna. Auk þeirra eiga framkvæmdastjóri flokksins og starfsmaður sveitarstjórnarráðs sæti í sveitarstjórnarráði. Ef þú ert kjörin aðal- eða varafulltrúi í sveitarstjórn eða ert aðalmaður í nefndum sveitarstjórna átt þú sæti í sveitarstjórnarráði og það væri gaman að sjá þig á fundinum.

Á fundinum verður kosin stjórn til næstu tveggja ára, formaður og fjórir stjórnarmenn. Þau ykkar sem tilheyra sveitarstjórnarráði og hafið áhuga á að bjóða ykkur fram til stjórnar eru beðin um að láta Svanborgu Sigmarsdóttur, verkefnastjóra sveitarstjórnarstigs Viðreisnar vita með því að senda henni póst á svanborg@vidreisn.is eða hringja í síma 8200772.

Á fundinum mun einnig fara fram umræða um nýliðnar kosningar og væntingar til starfs komandi sveitarstjórnarráðs.