Uppreisnarþing og landsþing Uppreisnar

Uppreisnarþing og landsþing Uppreisnar

Hvenær

17/05    
10:00 - 23:45

Hvar

Center Hotels Plaza
Ingólfsstræti 1, Reykjavík

Framkvæmdastjórn Uppreisnar boðar hér með til sameiginlegs Uppreisnarþings og landsþings hreyfingarinnar laugardaginn 17. maí á Center Hotels Plaza. Skráning stendur til og með 10. maí.

SKRÁÐU ÞIG HÉR

Uppreisnarþing er helsti stefnumótunarfundur hreyfingarinnar – félögum í Uppreisn gefst tækifæri til þess að leggja fram ályktanir um hín ýmsu málefni sem að lokinni umræðu er kosið um. Að þingi loknu er ályktanabók Uppreisnar uppfærð og send á kjörna fulltrúa Viðreisnar.

Á landsþingi Uppreisnar eru lög hreyfingarinnar uppfærð og kosið er í allar stjórnarstöður. Félögum gefst því tækifæri til að bjóða krafta sína fram í framkvæmda- eða félagastjórn Uppreisnar sem og að leggja fram lagabreytingartillögur. 

Eftir að þú hefur skráð þig verða send á þig þinggögn fyrir fundina. Þar er að finna lög Uppreisnar og núgildandi ályktanabók ásamt öllum þeim breytingartillögum sem munu berast. Þar er líka að finna form til að senda inn breytingar að lögum sem og tillögur að ályktunum,

Tillögur að ályktum þarf að skila inn minnst viku fyrir fundardag en breytingar að lögum minnst fimm dögum fyrir.

Framboð í framkvæmdarstjórn Uppreisnar og eða félagastjórn þurfa að berast minnst viku fyrir fund á netfang Uppreisnar uppreisn@vidreisn.is. Kosið er í embætti forseta Uppreisnar, varaforseta Uppreisnar, fimm meðstjórnendur í framkvæmdastjórn Uppreisnar og allt að átta meðlimi í félagastjórn Uppreisnar.

Þinggjald er 5.500 kr og er lagt inn á bankareikning Uppreisnar (kt: 670916-1030 rkn: 0515-26-670916). Í þinggjaldinu er innifalið hádegismatur, kaffi og með því á meðan fundi stendur og veisluhald um kvöldið. Hægt er að sækja um niðurfellingu þinggjaldsins við skráningu.

Dagskrá fundarins er svohljóðandi 

10:00 – Húsið opnar

10:30 – Setning, kosning fundarstjóra og ritara, samþykkt fundarskapa

10:40 – Afgreiðsla lagabreytinga

11:30 – Skýrsla framkvæmdastjórnar / gjaldkera

11:50 – Kosning um forgangsröðun málefna

12:00 – Hádegishlé

12:30 – Gestaávarp

13:00 – Málefnavinna (1/2)

14:30 – Kaffihlé

14:45 – Málefnavinna (2/2)

16:30 – Ávarp frá forseta Uppreisnar

16:40 – Kosningar

  • Kosning Forseta Uppreisnar
  • Kosning Varaforseta Uppreisnar
  • Kosning fimm meðstjórnenda í framkvæmdastjórn Uppreisnar
  • Kosning allt að átta manns í félagastjórn Uppreisnar
  • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga

18:00 – Uppreisnarþing slitið

19:00 – Bjórkútur á Pósthús mathöll

 

Hlökkum til að sjá þig!