Veltihringrás hafsins og áhrif á lífsskilyrði við Ísland

Veltihringrás hafsins og áhrif á lífsskilyrði við Ísland

Hvenær

13/11    
20:00 - 21:30

Hvar

Viðreisn
Suðurlandsbraut 22, 5. hæð Gengið inn að aftan, Reykjavík, 108

Fimmtudaginn 13.nóvember kl. 20:00–21:30 verður haldinn opinn fundur á vegum Málefnaráðs íhúsnæði Viðreisnar á Suðurlandsbraut um umhverfis- og loftslagsmál.

Í fyrri hluta fundarins mun dr. Halldór Björnsson frá Veðurstofu Íslands – einn fremsti loftslagssérfræðingur landsins – segja frá rannsóknum á veltihringrás hafsins(AMOC-kerfinu) og þeim breytingum sem eru að eiga sér stað. Slíkar breytingar geta haft veruleg áhrif á loftslag og hafstrauma á norðurslóðum og þar með á lífsskilyrði við Ísland.

Vísindamenn telja ástæðu til að fylgjast grannt með þróuninni og hvetja til hraðari aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Í seinni hluta fundarins verður opið samtal um hvaða málefni væri áhugavert að taka fyrir á vettvangi umhverfis- og loftslagsmála í vetur.

Öll hjartanlega velkomin á Suðurlandsbrautina til að fræðast og taka þátt í umræðum umloftslags- og umhverfismál.

Hlekkur á fjarfund er hér