Viðreisn 5 ára

Viðreisn 5 ára

Hvenær

24/05    
17:00 - 19:00

Event Type

Á mánudag verður Viðreisn 5 ára. Haldið verður upp á daginn með því að gróðursetja í Frjálslundi, lundinum okkar í Heiðmörk, fara í leiki og njóta veitinga í Þjóðhátíðarlundi (https://goo.gl/maps/1gDuaBNkU8466byq7) frá klukkan 17-19. Það er því tilvalið að koma við eftir afslappandi Hvítasunnuhelgi.
Mánudagurinn er vonandi síðasti dagurinn sem við þurfum að huga að 50 manna sóttvarnartakmörkunum. En vegna sóttvarna þurfum við að huga að því hve margir munu koma og því eruð þið beðin um að skrá ykkur hér https://forms.gle/CH1qKAxFEB41WybM8
Við hlökkum mikið til að sjá ykkur sem allra, allra flest að fagna með okkur 5 árum þar sem Viðreisn hefur sýnt erindi sitt og hversu brýnt það er að hafa sterka rödd sem heldur uppi mikilvægi frjálslyndis og réttlætis og ekki síst, stendur vörð um almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni.