Viðreisn Akureyri: Auka-aðalfundur & félagsfundur

Viðreisn Akureyri: Auka-aðalfundur & félagsfundur

Hvenær

26/11    
19:00

Hvar

Eining - Iðja
Skipagata 14, Akureyri

Event Type

Boðað er til auka-aðalfundar þar sem af ýmsum ástæðum hafa þrír stjórnarmeðlimir sagt sig frá stjórnarstörfum og því þarf fund til að fullmanna stjórn Viðreisnar á Akureyri. Kjósa þarf formann og a.m.k einn meðstjórnanda.

 

Dagskrá auka-aðalfundar er eftirfarandi:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Kosning formanns
3. Kosning til stjórnar
Skv. samþykktum Viðreisnar Akureyri skulu framboð til stjórnar berast til félagsins a.m.k. 7 dögum fyrir aðalfund. Senda skal tilkynningu um framboð á netfangið akureyri@vidreisn.is. Rétt er að taka fram að nægilega mörg framboð hafa borist nú þegar, þ.a. ekki verður heimilt að bjóða sig fram á staðnum, skv. sömu samþykktum.

 

Í kjölfarið er boðað til almenns félagsfundar Viðreisnar á Akureyri á sama stað kl 19.30.
Dagskrá fundarins
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Kynning og í kjölfar kosning á tillögu stjórnar um framboð í nafni Viðreisnar á Akureyri fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2026.
3. Kynning og í kjölfar kosning á tillögu stjórnar um framkvæmd röðunar á lista Viðreisnar á Akureyri, uppstilling eða prófkjör.
4. Kosning í uppstillingarnefnd eða kjörstjórn, eftir því sem við á.
5. Önnur mál
Allir félagsmenn Viðreisnar á Akureyri eru með atkvæðisrétt í þessum málum og gjaldgengir í uppstillingarnefnd og kjörstjórn.
Við óskum eftir framboðum í uppstillingarnefnd og/eða kjörstjórn (eftir því sem við á). Hægt er að bjóða sig fram á staðnum eða hafa samband við stjórn á netfanginu akureyri@vidreisn.is. Verkefnið er stórt og hvetjum við öll sem tök hafa á að koma með í þessa vegferð!

Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórn Viðreisnar á Akureyri