Viðreisn í Reykjavík fundar um val við röðun á lista

Viðreisn í Reykjavík fundar um val við röðun á lista

Hvenær

16/10    
18:15 - 19:00

Hvar

Event Type

Kæru félagsmenn í Viðreisn í Reykjavík
Skjótt skipast veður í lofti. Vegna tilkynningar forsætisráðherra í dag um að óska eftir þingrofi og stefna að kosningum 30. nóvember þá þurfum við hafa hraðar hendur á við að skipa á lista fyrir komandi kosningar.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 16. október kl. 19.00 og verður rafrænn.
Stjórn Viðreisnar samþykkti í dag að breyta frestum samkvæmt samþykktum okkar til að auðvelda okkur þessa ákvörðun. Við munum því á fundi okkar taka ákvörðun um hvort við stefnum að prófkjöri eða uppstillingu og ákveða hveru mörg sæti verður kosið um ef við veljum prófkjör.
Einnig þurfum við á fundinum að kjósa uppstillinganefnd og ef þarf, kjörstjórn. Við óskum því eftir framboðum í þessar tvær nefndir (ef þarf), sem manna skal af þremur einstaklingum hvor. Ef þú vilt vera með, þá skaltu senda póst á reykjavik@vidreisn.is og láta okkur vita.
Ef ekki berast næg framboð fyrir aðalfundinn, né á fundinum sjálfum mun ný stjórn óska eftir heimild til að skipa þá einstaklinga sem þarf í uppstillinganefnd og ef þarf, í kjörstjórn.
Dagskrá fundar
1. Val um leið við röðun á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmum
2. Kosning uppstillingarnefndar
3. Kosning kjörstjórnar(ef þarf)
Með bestu kveðju,
Stjórn Viðreisnar í Reykjavík