14 okt Viðreisn er tilbúin
ATH! Þorgerður Katrín hefur verið boðuð í beina útsendingu á RÚV kl 19:30 þannig að við seinkum fundi til 21:15. Þau sem vilja koma og horfa á útsendinguna eru velkomin frá 19:30.
Hlökkum til að sjá ykkur á Suðurlandsbrautinni í kvöld!
Þjóðin hefur lengi kallað á breytingar. Viðreisn er tilbúin til að hlýða því kalli. Ef einhver flokkur er reiðubúinn til að takast á við þennan lokasprett þá er það Viðreisn. Nú þurfum við að virkja frumkraftinn og fá allar hendur upp á dekk.
Við erum tilbúin og ætlum að heyja málefnalega og skemmtilega kosningabaráttu. Við þurfum góða og öfluga ríkisstjórn. Slík stjórn verður ekki mynduð án Viðreisnar.
Við þurfum hins vegar að hafa hraðar hendur. Við höfum sirka 45 daga. Sex sunnudaga fram að kosningum. Þess vegna verðum við að hefjast handa strax!
Við ætlum að hittast á Suðurlandsbrautinni okkar annað kvöld, mánudagskvöld, klukkan 20:00-21:00. Þar munum við veita praktískar upplýsingar, fara yfir stöðuna og peppa okkur í gang fyrir komandi vikur. Það verður gefinn kostur á fjarfundi og við sendum út hlekk í tölvupósti.
Ég hlakka til að hitta ykkur og enn spenntari fyrir komandi vikum! Brettum upp ermar og keyrum þetta í gang.
Áfram Viðreisn!